miðvikudagur, september 28, 2005

Norðurlandamót 24.-25. sept.

Nú um síðustu helgi var haldið Norðurlandamót í lyftingum og fór það fram í Pori í Finnlandi.

Á laugardeginum var keppt í kvennaflokki 48-63 kg og 69- +75 kg flokki. Einnig í 56 kg, 69 kg og 77 kg flokki karla.

Ruth Kasirye frá Noregi sigraði í kvennaflokki 48-63 kg með 80 kg í snörun og 102 kg í jafnhendingu, samtals 182 kg sem gáfu henni 223,0 sinclair stig.
Í öðru sæti var Heidi Harju frá Finnlandi með 80 kg í snörun og 95 kg í jafnhendingu, samtals 175 kg.
Í þriðja sæti var Sini Kukkonen frá Finnlandi með 68 kg í snörun og 86 kg í jafnhendingu, samtals 154 kg en þess má geta að hún er enn að keppa í unglingaflokki.

Í kvennaflokki 69- +75 kg flokki sigraði hin Finnska Katariina Vestman en hún snaraði 76 kg og jafnhattaði 98 kg, samtals 174 kg.
Í öðru sæti var hin sænska Gerda Sundstrom sem snaraði 74 kg og jafnhattaði 101 kg, samtals 175 kg.
Í þriðja sæti var Madeleine Ahlner frá Svíþjóð sem snaraði 65 kg og jafnhattaði 85 kg, samtals 150 kg.

Dæmt var í kvennaflokki eftir sinclair stigum.

Í 62 kg flokki karla var það Finninn Samuli Pirkkiö sem snaraði 89 kg, jafnhattaði 107 kg, samtals 196 kg.
Annar var Ermin Javor frá Svíþjóð en hann snaraði 82 kg og jafnhattaði 105 kg, samtals 187 kg.

Í 69 kg flokki voru 5 keppendur en tveir keppendur duttu út, annar í snörun en það var hinn 19 ára gamli Edvin Jäger Hansen frá Noregi en hann reyndi við 100 kg og Daninn Henrik Jensen datt út í jafnhöttun er hann reyndi við 126 kg.
Í fyrsta sæti var Svíinn Fredrik Svenson með 107 kg í snörun og 128 kg í jafnhöttun, samtals 235 kg. Annar var Daninn Daniel Barentsen sem snaraði 105 kg og jafnhattaði 125 kg, samtals 230 kg. Þriðji var svo Finninn Simo Nurmi sem snaraði 100 kg, jafnhattaði 125 kg, samtals 225 kg.

Í 77 kg flokki var það Lettinn Maris Andzans sem að snaraði 133 kg og jafnhattaði 157 kg en hafði ekki upp 163 kg sem hann reyndi við í síðustu tilraun sinni. Samtals lyfti hann því 290 kg.
Í öðru sæti var Norðmaðurinn Steinar Kvame sem snaraði 129 kg og jafnhattaði 145 kg en meiddist í annarri tilraun sinni með 151 kg og sleppti þriðju tilraun. Samtals lyfti hann því 274 kg.
Í þriðja sæti var Finninn Mikko Kuusisto snaraði 115 kg, jafnhattaði 148 kg, samtals 263 kg.
Í fjórða sæti var Daninn Rasmus Christiansen sem að snaraði 114 kg, jafnhattaði 143 kg, samtals 257 kg.
Í fimmta sæti var Svíinn Henrik Grundberg sem snaraði 112 kg, jafnhattaði 135 kg, samtals 247 kg.
Í sjötta sæti var Norðmaðurinn Morten Johanssen sem snaraði 100 kg, jafnhattaði 135 kg, samtals 235 kg.

Úrslit frá seinni hópnum koma á morgunn.
Ármann Dan

föstudagur, september 16, 2005

Jim Gyllenhammar

Jim Gyllenhammar gaf út yfirlýsingu í dag og sagði að hann myndi ekki keppa meira á þessu ári en hann meiddist á EM í Soffíu fyrr á þessu ári.
Jim þurfti að gangast undir hnéaðgerð í maí og segir að endurhæfingin gangi vel en hann ætli að einbeita sér að Svíþjóðarmeistaramótinu í febrúar næstkomandi og á EM 2006.

Jim sem er einn besti lyftingamaður Svía endaði í 12. sæti á EM með 170 kg í snörun og 215 kg í jafnhöttun, samtals 385 kg sem var hans besti árangur á alþjóðlegu móti.
Besti árangur hans er hinsvegar 170,5 kg í snörun og 220 kg í jafnhöttun, samtals 390 kg.

Jim hefur áður gefið það út að hann ætli að verða fyrsti Svíinn til að taka 400 kg í samanlögðu og verður gaman að sjá til hans í framtíðinni.

Ármann Dan

fimmtudagur, september 15, 2005

Em unglinga framh.

Hér er framhaldið af úrslitum frá EM unglinga.
Drengir 77 KG:
1. sæti Alexander Ivanov (16 ára) frá Rússlandi snaraði 145 kg og jafnhattaði 180 kg, samtals 325 kg.
Hann setti þarna Evrópumet unglinga í jafnhöttun og samanlögðu.

2. sæti Siarhei Lahun (17 ára) frá Hvíta-Rússlandi snaraði 146 kg og jafnhattaði 178 kg, samtals 324 kg.
Hann setti þarna Evrópumet unglinga í snörun.

3. sæti Aghvan Melikyan (17 ára) frá Armeníu snaraði 139 kg og jafnhattaði 171 kg, samtals 310 kg.

12. sæti var svo Fininn Miika Antti-Roiko (17 ára) sem snaraði 110 kg og jafnhattaði 136 kg, samtals 246kg.

Drengir 85 KG:
1. sæti Maxim Shejko (17 ára) frá Rússlandi snaraði 150 og jafnhattaði 175 kg, samtals 325kg.

2. sæti Sevaik Sahakyan (17 ára) frá Armeníu snaraði 137kg og jafnhattaði 167, samtals 304 kg.

3. sæti Ruslan Zhvirko (17 ára) frá Hvíta-Rússlandi snaraði 135 kg og jafnhattaði 166 kg, samtals 301 kg.

13. sæti var svo Norðmaðurinn Jarleif Amdal (17 ára) frá Noregi, snaraði 120 kg og jafnhattaði 147 kg, samtals 267 kg.
Drengir 94 KG:
1. sæti Andrei Aryamnou (17 ára) frá Hvíta-Rússlandi snaraði 167 kg og jafnhattaði 201 kg, samtals 368 kg.
Hann setti þarna Evrópumet unglinga í snörun, jafnhöttun og samanlögðu.

2. Evgeni Tarasenko (17 ára) frá Rússlandi snaraði 135 kg og jafnhattaði 165, samtals 300 kg.

3. Krasimir Shindarski (17 ára) frá Búlgaríu snaraði 132 kg og jafnhattaði 153 kg, samtals 285 kg.

10. sæti var svo norðmaðurinn Vegar Farsund (17 ára) snaraði 108 kg og jafnhattaði 138 kg, samtals 246 kg.

12. sæti var svo Kim Eirik Jonassen (15 ára) 218 (220/05) 89,45+ 93 (95) 12 125= 12 NOR JONASSEN Kim Eirik (15)

Drengir +94:
1. sæti Evgeni Pisarev (17 ára) frá Rússlandi snaraði 160 kg og jafnhattaði 203 kg, samtals 363 kg.

2. sæti Dzimitry Vornik (17 ára) frá Hvíta-Rússlandi snaraði 158 kg og jafnhattaði 181 kg, samtals 339 kg.

3. sæti Olexandr Prokopenko (17 ára) frá Úkraínu snaraði 153 kg og jafnhattaði 180 kg, samtals 333 kg.

miðvikudagur, september 14, 2005

Evrópumót unglinga í Sofia

Evrópumót unglinga fór fram í Sofia í Búlgaríu í lok ágústmánaðar og hér fyrir neðan birtast úrslit frá fyrstu fjórum flokkunum.
Afgangurinn kemur á morgunn.


Drengir 50 KG:
1. sæti Bünvami Sezer (17 ára) frá Tyrklandi snaraði 90 kg og jafnhattaði 105, samtals 195 kg.

2. sæti Antoniu Buci (16 ára) frá Rúmeníu snaraði 87 kg og jafnhattaði 107, samtals 194 kg.

3. sæti Rubik Mamoyan frá Armeníu (16 ára) snaraði 84 kg og jafnhattaði 102 kg, samtals 186.

15. sæti var svo Norðmaðurinn Fröde Alexander Aronsen (14 ára) sem snaraði 65 kg og jafnhattaði 83 kg, samtals 148 kg

Drengir 56 KG:
1. sæti Pavel Sukhanov frá Rússlandi snaraði 106 kg og jafnhattaði 131 kg, samtals 237 kg.

2. sæti Davit Muradyan frá Armeníu (17 ára) snaraði 103 kg og jafnhattaði 127 kg, samtals 230 kg.

3. sæti Viacuaslau Malashenka frá Hvíta-Rússlandi (16 ára) snaraði 100 kg og jafnhattaði 126 kg, samtals 226 kg.

11. sæti var svo Svíinn Jimmy Källgren sem snaraði 78 kg, jafnhattaði 98 og 176 kg í samanlögðu. Þetta voru sænsk drengja og unglingamet í snörun, jafnhöttun og samanlögðu.

Drengir 62 KG:
1. sæti Sergei Petrosian (17 ára) frá Rússlandi snaraði 118 kg og jafnhattaði 145 kg, samtals 263 kg.

2. sæti Alexandru Dudoglu (16 ára) frá Moldavíu snaraði 120 og jafnhattaði 143 kg, samtals 263 kg en var þyngri og hafnaði því í öðru sæti.

3. sæti Paul Stoichita (16 ára) frá Rúmeníu snaraði 113 og jafnhattaði 145 kg, samtals 258 kg.


Drengir 69 KG:
1. sæti Tigran Martirosyan (17 ára) frá Armeníu snaraði 140 kg og jafnhattaði 168 kg, samtals 308kg.
Martirosyan setti þarna Evrópumet unglinga í snörun, jafnhöttun og samanlögðu.

2. sæti Erkand Qerimaj (17 ára) frá Albaníu snaraði 137 kg og jafnhattaði 166, samtals 303 kg.

3. sæti Aram Andrikyan (17 ára) frá Armeníu snaraði 128 kg og jafnhattaði 153 kg, samtals 281 kg.

21. sæti var svo Daninn Mark Nielsen (17 ára) og snaraði hann 98 kg og jafnhattaði 123 kg, samtals 221 kg.

23. sæti var svo Svíinn Simon Thropp (17 ára) snaraði 97 kg og jafnhattaði 115 kg, samanlagt 212 kg. Þetta voru sænsk unglingamet í snörun og samanlögðu.

þriðjudagur, september 13, 2005

Norðurlandamótið í Lyftingum

Nú fer að styttast í Norðurlandamótið í Lyftingum en það verður haldið helgina 24-25 september.
Norðmenn og Svíar hafa nú gefið út hverjir munu keppa fyrir þeirra hönd og læt ég það fylgja hér fyrir neðan.

Noregur:

Konur:
63 kg flokki: Ruth Kasirye
Karlar:
69 kg Edwin Jæger Hansen.
77 kg Steinar Kvarme og Morten Johannessen.
85 kg Ørjan Østhus.
105 kg Per Hordnes og Geir Grønnevik
+ 105 kg Børge Aadland.

Svíþjóð:

Konur:
Madeleine Ahlner
Gerda Sundström
Malin Hamnqvist

Karlar
62 kg Ermin Javor
69 kg Per Nilsson
77 kg Henrik Grundberg
85 kg Christian Kraft
94 kg Gunnar Lögdahl
105 kg Lars Andersson
+105 kg Olov Leijonborg