mánudagur, október 31, 2005

NM barna og unglinga.

Hér eru svo úrslitin frá öllu mótinu.

sunnudagur, október 30, 2005

NM barna og unglinga.

NM barna og unglinga er nú um helgina í Gjøvik í Noregi og hér eru úrslitin frá gærdeginum:

laugardagur, október 29, 2005

Myndir.

Nú getið þið séð myndir frá Ármannsdeginum á myndasíðunni okkar.

föstudagur, október 28, 2005

Möltumótið í Lyftingum

Möltumeistaramótið í Lyftingum fór fram fyrr í þessum mánuði.

Emanuel Schembri vann 105kg flokkinn með 215kg í samanlögðu.
Stephen Borg vann 85kg flokkinn með 182kg í samanlögðu en Clyde Zammit varð annar með 140kg í samanlögðu.
Clint Grech vann 69kg flokkinn með 187kg í samanlögðu en hann er einmitt þeirra besti lyftingamaður. Clive Zammit keppti einnig í þessum flokki en náði ekki gildri lyftu í snörun en náði að jafnhatta 88kg.

Þess má geta að landslið Möltu er að fara að keppa í London nú í Desember og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur þar.

Ármann Dan.

laugardagur, október 22, 2005

Pan American og Criollo Cup.

BARBADOS sendir frá sér tvo lyftingamenn á Pan American Unglingameistaramótið og Criollo Cup sem verða haldin í Puerto Rico 22. okt.
Christopher Clarke, 15ára og Ivorn McKnee, 24 ára eru þeir tveir sem voru valdir til að keppa fyrir hönd lands sins.
Clarke keppti fyrr á þessu ári í 62 kg flokki barna á Pan American skólamóti og vann þar gull í sínum flokki í Queretaro, Mexico. Hann hefur nú færst upp í unglingaflokk (15 ára) en keppir áfram í 62 kg flokki. Ef hann vinnur sinn flokk á þessu móti, þá setur hann met því aldrei áður hefur sami einstaklingur unnið Pan American barna og Unglinga sama ár. Þess má til gamans geta að Clarke hefur unnið gull á öllum alþjóðlegum mótum sem hann hefur kept á.
McKnee mun keppa á Criollo Cup í 105 kg flokki en þetta er aðeins hans annað alþjóðlega mót en hann keppti á Pan American mótinu sem haldið var í júní fyrr á þessu ári.

Ármann Dan

föstudagur, október 21, 2005

Samveldis, Eyjaálfu og suður-Kyrrahafsleikarnir.

Samveldis, Eyjaálfu og suður-Kyrrahafsleikarnir í lyftingum voru haldnir 6-9 október og hægt er að nálgast úrslitin hérna.

Ármann Dan

fimmtudagur, október 20, 2005

Setur Rezazadeh 3 Heimsmet á HM?

Í næsta mánuði fer fram HM í lyftingum í Qatar og spá menn því að Hossein Rezazadeh muni slá heimsmet sín í snörun, jafnhendingu og samanlögðu.

Á heimasíðunni hjá Ironmind tala menn um að samkvæmt áræðanlegum heimildum þá hafi Rezazadeh snarað 205 kg og jafnhent 260 kg á æfingu rétt fyrir Asíuleikana sem voru haldnir í september á þessu ári.

Rezazadeh sem snaraði "aðeins" 200 kg og 260 kg á Asíuleikunum sagði í viðtali við Ironmind að þeir mættu búast við þungum lyftum frá honum á komandi Heimsmeistaramóti.

Þess má geta að heimsmetin hans eru 213 kg í snörun, 263 kg í jafnhöttun og 472 í samanlögðu.

Leonid Taranenko á þyngstu jafnhendinguna 266 kg og þyngsta samanlagða árangur 475 kg en Antonio Krastev á þyngstu snörunina 216 kg.

Ármann Dan

miðvikudagur, október 12, 2005

Svíþjóðarmót U23

Svíþjóðarmót U23 ára var haldið 8.-9. október og hægt er að sjá úrslitin hér.

laugardagur, október 08, 2005

EM U20 ára í Slóvakíu.

Daganna 1.- 8. október var haldið Evrópumót U20 ára í Slóvakíu og hægt er að sjá úrlitin hér.

mánudagur, október 03, 2005

Asíumótið í Lyftingum II

85 kg flokkur.

Í fyrsta sæti var Ulanbek Moldodosov (Kyrgyzstan)snaraði 151 kg og jafnhattaði 190 kg, samtals 341 kg.
Í öðru sæti var Wei-Chun Hsieh (Tapei)snaraði 147 kg og jafnhattaði 187 kg, samtals 334 kg.
Í þriðja sæti var Wei Zang (Kína)snaraði 152 kg og jafnhattaði 180 kg, samtals 332 kg.

94 kg flokkur.

Í fyrsta sæti var Ashgar Ebrahimi (Iran)snaraði 175 kg og jafnhattaði 205 kg, samtals 380 kg.
Í öðru sæti var Ali Deghanian(Iran)snaraði 155 kg og jafnhattaði 203 kg, samtals 358 kg.
Í þriðja sæti var Sergey Sedov (Kazakstan)snaraði 160 kg og jafnhattaði 196 kg, samtals 356 kg.

105 kg flokkur.

Í fyrsta sæti var Said Saif Saad Asaad (Quatar)snaraði 180 kg og jafnhattaði 210 kg, samtals 390 kg.
Í öðru sæti var Mohsen Beiranvand (Iran)snaraði 177 kg og jafnhattaði 206 kg, samtals 383 kg.
Í þriðja sæti var Dmitriy Frolov (Kazakstan)snaraði 166 kg og jafnhattaði 202 kg, samtals 368 kg.

+105 kg flokkur.

Í fyrsta sæti var Hossein Rezazadeh (Iran)snaraði 200 kg og jafnhattaði 260 kg, samtals 460 kg.
Í öðru sæti var Saeed Salem Jaber (Quatar)snaraði 190 kg og jafnhattaði 232 kg, samtals 422 kg.
Í þriðja sæti var I. Khalilov (Uzbekistan)snaraði 180 kg og jafnhattaði 220 kg, samtals 400 kg.

sunnudagur, október 02, 2005

Asíumótið í Lyftingum

56 kg flokkur.
Í fyrsta sæti var Anh Tuan Hoang (Víetnam) sem snaraði 125 kg og jafnhattaði 152 kg, samtals 277 kg.
Í öðru sæti var Shin-Yuan Wang (Taipei) sem snaraði 125 kg og jafnhattaði 151 kg, samtals 276 kg.
Í þriðja sæti var Chin Yi Yang (Taipei) sem að snaraði 118 kg og jafnhattaði 153 kg, samtals 272 kg.

62 kg flokkur.
Í fyrsta sæti var Zhang Jie (Kína) snaraði 132 kg og jafnhattaði 163 kg, samtals 295 kg.
Í öðru sæti var Chunseng Li (Kína) snaraði 124 kg og jafnhattaði 164 kg, samtals 286 kg.
Í þriðja sæti var Sheng-Hsiung Yang (Tapei) snaraði 115 kg og jafnhattaði 156 kg, samtals 271 kg.

69 kg flokkur.Í fyrsta sæti var Yuewei Yao (Kína) snaraði 156 kg og jafnhattaði 175 kg sem er heimsmet unglinga, samtals 331 kg.
Í öðru sæti var Shaomeng Luo (Kína) snaraði 140 kg og jafnhattaði 176 kg, samtals 316 kg.
Í þriðja sæti var Kuanysh Rakhatov (Kazakhstan) snaraði 139 kg og jafnhattaði 155 kg, samtals 294 kg.

77 kg flokkur.Í fyrsta sæti var Vladimir Kuznetsov (Kazakhstan) snaraði 155 kg og jafnhattaði 190 kg, samtals 345 kg.
Í öðru sæti var Sufyan Abbas Nader (Quatar) snaraði 150 kg og jafnhattaði 186 kg, samtals 336 kg.
Í þriðja sæti var Kwang Nam Kim ( Kórea ) snaraði 140 kg og jafnhattaði 185 kg, samtals 325 kg.

Ármann Dan

laugardagur, október 01, 2005

Norðurlandamót í Lyftingum, seinni hluti.

Keppnin í 85, 94,105 og +105 kg flokki karla fór fram sunnudaginn 25. sept og hér koma úrslit úr þeim flokkum.

85 kg flokkur.
Í fyrsta sæti var Christian Kraft frá Svíþjóð en hann snaraði 130 kg og jafnhattaði 156 kg, samtals 286 kg.
Í öðru sæti var Finninn Jussi Hernesniemi sem snaraði 123 kg og jafnhattaði 155 kg, samtals 278 kg.
Í þriðja sæti var svo Norðmaðurinn Jostein Fröyd sem að snaraði 127 kg og jafnhattaði 150 kg en meiddist við 155 kg og þurfti því að hætta við síðustu tilraun sína. Samtals lyfti hann 277 kg.

94 kg flokkur.
Þar tryggði Gunnar Lögdahl sér sinn 5 Norðurlandatitill í röð með því að snara 146 kg og jafnhatta 180 kg, samtals 326 kg en átti best fyrir þetta mót 310 kg.
Í öðru sæti var Toni Puurunen frá Finnlandi sem að snaraði 145 kg en mistókst tvisvar við 148 kg. Toni jafnhattaði 177 kg í sinni fyrstu tilraun en mistókst við 179 kg og 182 kg og endaði því með 322 kg í samanlögðu sem er langt frá hans besta þar sem hann á 350 kg best.
Í þriðja sæti var svo Daninn Peter Banke sem að er byrjaður í lyftingum aftur eftir stutt hlé og stóð hann sig ágætlega með því að snara 132 kg og jafnhatta 169 kg, samtals 301 kg og var það bæting um 3,5 kg.

105 kg flokkur.
Í fyrsta sæti var Geir Grönnevik frá Noregi en hann snaraði 147 kg og jafnhattaði 183 kg, samtals 330 kg sem er aðeins 5 kg frá hans besta.
Í öðru sæti var svo samlandi Geirs hann Per Hordnes sem að snaraði 143 kg og jafnhattaði 176 kg en klikkaði við 184 kg. Samtals lyfti hann því 319 kg sem er aðeins 1 kg frá hans besta.
Í þriðja sæti var Juha Kukkonen frá Finnlandi sem að snaraði 130 kg í fyrstu tilraun en mistókst tvisvar við 140 kg. Juha jafnhattaði 150 kg í sinni fyrstu tilraun en mistókst tvisvar við 160 kg og náði því 280 kg í samanlögðu sem er langt frá hans besta því að hann á 320 kg best í samanlögðu.

+105 kg flokkur.
Í fyrsta sæti var Antti Everi frá Finnlandi sem að snaraði 164 kg sem var hans besta snörun og jafnhattaði 197 kg og reyndi við 201 kg sem hefði verið hans besti árangur en því miður hafði hann það ekki upp og endaði því með 361 kg sem er aðeins 4 kg frá hans besta.
Í öðru sæti var Norðmaðurinn Börge Aadland sem að snaraði 123 kg og jafnhattaði 175 kg en mistókst tvisvar við 180 kg. Samtals lyfti hann því 298 kg sem er bæting um 3 kg í totali.
Í þriðja sæti var Jan Nissen frá Danmörku sem ætlaði reyndar að keppa í 105 kg flokknum en náði ekki vigt og snaraði hann 132 kg og jafnhattaði 165 kg, samtals 297 kg sem er 8 kg frá hans besta.
Í fjórða sæti var svo Svíinn Olov Leijonborg sem snaraði 136 kg og jafnhattaði 161 kg, samtals 297 kg eins og Jan Nissen en þar sem hann var þyngri þá endaði hann í fjórða sæti. Þess má geta að þetta var bæting hjá honum um 7 kg í total.

Maður mótsins var Antti Everi frá Finnlandi með 370,335 sinclair stig og Kona mótsins var Ruth Kasirye frá Noregi með 223,029 sinclair stig.

Ármann Dan