föstudagur, desember 29, 2006

Lyftingamaður Ársins

Sigurður Einarsson úr F.H. var valinn lyftingamaður ársins 2006.

Sigurður byrjaði árið á því að keppa á Copenhagen Cup í janúar og setti þrjú Íslandsmet í 77 kg flokki þegar hann snaraði 93 kg, jafnhenti 121 kg, samanlagt 214 kg, allt Íslandsmet.
Sigurður varð einnig Íslandsmeistari í 85 kg flokki sem haldið var í september þegar hann snaraði 97 kg, jafnhenti 136 kg sem er nýtt Íslandsmet, samtals lyfti Sigurður 233 kg sem er aðeins 1 kg frá Íslandsmetinu í samanlögðu.

Við óskum Sigurði til hamingju með árangurinn á árinu.

miðvikudagur, desember 20, 2006

Aalborg Cup 2006

Þann 18. desember fór fram hið árlega Aalborg Cup þar sem 62 tóku þátt, þar af 21 frá Noregi og einnig voru keppendur mættir frá Hollandi og Skotlandi.

Besti drengja lyftingamaðurinn var Kim E. Johanssen fra Norge með 292 Sinclair stig. Í öðru sæti var Paw Møller frá Lillerød. Í þriðja sæti varðLasse Larsen IK 99 sem vann 62 kg flokkinn med 65kg í snörun og 93kg í jafnhöttun, samtals 158 kg.

Í unglingaflokki tóku 8 manns þátt.
Í 69 kg flokki var það Mark Lessel Nielsen IK 99 sem fór með sigur af hólmi með 217 kg (97 – 120) í samanlögðu. Í öðru sæti varð Jerry Andersen AK Viking með 153 kg (68 – 85) í samanlögðu.

Í 77 kg flokki var Thomas Christensen Bagsværd VK alene, einn í flokk og snaraði það 80 kg og jafnhattaði 90kg, samtals 170kg.

Í 85 kg flokki var það Tor E. Rasmussen sem fór með sigur af hólmi þegar hann lyfti 185 kg samanlagt. Í öðru sæti varð Jørn Rasmussens sem lyfti 10 kg minna í samanlögðu eða 175 kg. Þess má geta að þeir koma báðir frá Stavanger í Noregi.

Í 94 kg flokki var það Mikkel Andersen frá AK Viking eini keppandinn og lyfti hann 248 kg í samanlögðu. 112 kg í snörun og 136 kg í jafnhöttun. Snörunin og samanlagður árangur hans var persónulegt met.

Í 105 kg flokki lyfti Erik Lau Kelner einnig einn og snaraði hann 95kg sem var persónulegt met. Í jafnhöttun lyfti hann 105 kg, samanlagt 200kg.

Í +105 kg flokki var líka aðeins einn keppandi og var það Markus P. Hansen frá Bagsværd VK sem lyfti 282 kg (125 -157) samanlagt. Hann reyndi einnig við nýtt unglingamet 161kg í jafnhöttun en því miður hafði hann það ekki upp. Markus var stigahæstur unglinga með 300,16 point. Í öðru sæti varð Mark Nielsen IK 99 með 292 stig en í þriðja sæti varðMikkel Andersen - AK Viking með 281,53 stig.

Í kvennaflokki voru 11 keppendur og voru mörg góð úrslit.
Besta lyftingakonan var Anja E. Jordalen frá AK Bjørgvin í Noregi með 180 kg í samanlögðu, aðeins 67,7 kg að líkamsþyngd. Anja snaraði 80kg og jafnhattaði 100 kg og fyrir það náði hún 203,74 stigum. Í öðru sæti varð það samherji Önju hún Camilla Carlsen eftir harða baráttu við Mette Jepsen IK 99 sem lenti í þriðja sæti og voru það aðeins 0,55 stig sem skildu þær að. Christina Ejstrup Bagsværd IK og Signe Beck IK 99 komu í næstu sætum á eftir.

Karlaflokkur.
Í 56 kg flokki var Kim Carlsen frá Norge eini keppandinn og endaði hann með 117kg í samanlögðu. Enginn keppandi var í 62kg eða 69kg flokki.

Í 77 kg var það Daniel Bærentsen AK Jyden sem fór með sigur af hólmi þegar hann lyfti 262 kg í samanlögðu. Daniel snaraði 117 kg og lyfti persónulegu meti í jafnhöttun 145 kg.

Í 85 kg flokki voru tveir keppendur og í fjarveru Jespers Jørgensens gat Niels Jacobsen AK Jyden unnið með 238 kg í samanlögðu. Í öðru sæti varð Ian Robertson frá Skotlandi.

Í 94 kg flokki var það reynsluboltinn Peter Banke sem fór með sigur af hólmi þegar hann snaraði 105kg og jafnhattaði 170kg, samtals 275kg. Í öðru sæti varð Lasse Møller frá Ålholm með 272 kg (122 -150) í samanlögðu. Í þriðja sæti varð Martin Hatle frá Skotlandi og landi hans Colin Campbell í því fjórða.

Í 105 kg flokki var það Jan Nissen frá Ålholm sem sigraði með 130kg í snörun og 155kg í jafnhöttun, samtals 285kg. Í öðru sæti varð Ove Hordnes frá Norge og í þriðja varð Paul Rae frá Skotlandi.

Í +105 kg flokki var Børge Aadland einn í flokknum og lyfti hann samtals 301kg (126 -175).
Stigahæðsti maður mótsins var Daniel Bærentsen með 342 stig. Í öðru sæti varð Børge Aadland með 324 stig og í þriðja sæti varð Jan Nissen með 320,5 stig.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Svíþjóð vs. Finland

Þann 17.desember fór fram mót milli Svíþjóðar og Finlands og fóru leikar þannig:

Herrar
Fl. Nafn Þyngd. land snörun jafnh. samt. Sincl.p
56 kg
1. Lintula Toni 55,5 FIN 90 110 200 313,98
2. Källgren Jimmy 55,9 SWE 87 100 187 291,87
62 kg
1. Pirkkiö Samuli 60,4 FIN 90 110 200 293,86
2. Sadi Hewa 61,0 SWE 80 100 180 262,52
69 kg
1. Raappana Sami 68,4 FIN 104 131 235 316,25
2. Koivula Christer 67,7 SWE 85 116 201 272,35
77 kg
1. Kuusisto Mikko 76,7 FIN 125 150 275 344,77
2. - SWE Féll út
85 kg
1. Antti-Roiko Miika 84,3 FIN 128 145 273 325,19
2. Kraft Kristian 83,9 SWE 120 145 265 316,42
94 kg
1. Palomäki Mika 85,6 FIN 125 166 291 343,98
2. Hansson Oskar 86,0 SWE 120 145 265 312,53
105 kg
1. Puurunen Toni 98,4 FIN 145 177 322 357,76
2. Lögdahl Gunnar 100,6 SWE 135 171 306 337,10
+105 kg
1. Everi Antti 127,1 FIN 165 202 367 377,69
2. Leijonborg Olov 129,9 SWE 142 160 302 309,46

FIN 8
SWE 0

Konur:
Nafn Þyngd. Land. Snörun Jafnh. samanl. Sincl.p
1. Everi Anna 60,5 FIN 75 94 169 204,56
2. Vestman Katariina 67,7 FIN 80 100 180 203,74
3. Kukkonen Sini 55,0 FIN 63 85 148 191,78
4. Samuelsson Matilda 58,8 SWE 65 81 146 180,17
5. Berndtsson Annika 71,2 SWE 70 88 158 174,36
6. Hansson Carita 61,3 SWE 65 78 143 171,61

FIN 600
SWE 526

fimmtudagur, desember 07, 2006

Lokadagur Asíuleikanna.


Hossein Rezazadeh sigurvegari í +105kg flokki.

+75kg flokkur kvenna var í dag og héldu Kínverjar áfram sigurgöngu sinni.
Það var hin Kínverska Mu Shuangshuang sem vann þennan flokk þegar hún snaraði 139kg sem var nýtt Asíu-og heimsmet og jafnhattaði 178kg, samtals 317kg. Jang Mi Ran frá Kóreu endaði í öðru sæti með 135kg í snörun og 178kg í jafnhöttun, samtals 313kg. Annipa Moontar var í þriðja sæti með 265kg í samanlögðu.

Í 105kg flokki var að hinn Sýrlenski Ahed Joughili sem fór mðe sigur af hólmi þegar hann snaraði 170kg og jafnhattaði 222kg, samtals 392kg. Mahammad Aljuaifri frá Írak varð í öðru sæti með 175kg í snörun og 216kg í jafnhöttun, samtals 391kg. Bakhyt Akhmetov frá Kazakhstan endaði í þriðja sæti með 175kg í snörun og 213kg í jafnhöttun, samtals 388kg.

Það var lítil spenna í +105kg flokki í dag og voru menn ekki í sínu besta formi eins og sást á tölunum.
Hossein Rezazadeh vann flokkinn með 195kg í snörun en ekki vantaði mikið upp á að hann myndi missa þyngdina en hann á best 213kg. Í jafnhöttun lyfti hann aðeins einu sinni og var það 230kg, samtals 425kg. Í öðru sæti varð svo Jaber Salem frá Qatar sem snaraði 185kg og jafnhattaði 222kg, samtals 407kg. Í þriðja sæti varð svo Andrey Martemyanov frá Uzbekistan sem snaraði 168kg og jafnhattaði 213kg, samtals 382kg.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Asíuleikarnir II


Ilya Ilin að setja nýtt Asíumet í jafnhöttun 226kg.

Í 75 kg flokki kvenna var það hin Kínverska Cao Lei sem fór með sigur af hólmi með því að lyfta 120kg í snörun og 152kg í jafnhöttun, samtals 272kg. Í öðru sæti varð svo Mya Sanda Oo frá Myamar og snaraði hún 110kg og jafnhattaði 140kg, samtals 250kg. Kim Soon Hee frá Kóreu lenti í þriðja sæti með 110kg í snörun og 136kg í jafnhöttun, samtals 246kg

Síðan var keppt í 85kg og 94 kg flokki karla og var nú komið að Kazakhstan að sýna hvað í þeim bjó.

Í 85kg flokki var það Vyacheslav Yershov frá Kazakhstan sem sigraði með 175kg og jafnhattaði 202kg, samtals 377kg. Í öðru sæti varð hinn kínverski Lu Yong sem snaraði 167g og jafnhattaði einnig 202kg, samtalst 369. Í þriðja sæti varð svo Kim Seon Jong frá Kóreu sem snaraði 155kg og jafnhattaði 200kg, samtals 355kg.

Í 94kg flokki varð Ilya Ilin frá Kazakhstan sem snaraði 171kg en bætti Asíumet sitt um 1kg þegar hann lyfti 226kg í jafnhöttun, samtals 397kg. Lee Ung Jo frá Kóreu lenti í öðru sæti með 370kg í samanlögðu og í þriðja sæti varð svo Hsieh Wei Chun frá Tapei með 355kg í samanlögðu.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Asíuleikarnir

Nú eru fyrstu dagar Asíuleikanna búnir og eru Kínverjar að sópa inn verðlaunum.

Li Hongli sigurvegarinn í 77kg flokki.

Í 56 kg flokki varð heimsmeistarinn Li Zheng í fyrsta sæti með 130kg í snörun og 157kg í jafnhöttun, samtals 287kg. Í öðru sæti var Víetnaminn Hoang Anh Tuan með 128kg í snörun og 157 kg í jafnhöttun, samtals 285kg. Í þriðja sæti varð svo Lee Jong Hoon frá Kóreu með 277kg í samanlögðu.

Í 58 kg flokki kvenna var það hin kínverska Chen Yanqing sem stal senunni þegar hún setti nýtt heimsmet með því að snara 111kg en var ekki hætt og lyfti 140 kg í jafnhöttun sem var einnig nýtt heimsmet sem og í samanlögðu 251kg.

Í 62 kg flokki karla hélt sigurganga kínverja áfram þegar Qui Le snaraði 142kg og jafnhattaði 175kg, samtals 317kg. Ekki nóg með það heldur fengu kínverjar einnig silfurverðlaun þegar Mao Jia snaraði 140kg og jafnhattaði einnig 175kg, samtals 315kg. Yong Su frá Kóreu varð í þriðja sæti með 135kg í snörun og 165kg í jafnhöttun, samtals 300kg.

Endurtekkning varð á þessu í 69kg flokki þegar að Zhang Guozheng vann flokkinn með 152kg í snörun og 184kg í jafnhöttun, samtals 336kg. Í öðru sæti var svo samlandi hans Shi Zhiyong sem snaraði 155kg og jafnhattaði 180kg, samtals 355kg. Í þriðja sæti varð svo Kim Sun Bae frá Kóreu með 307kg í samanlögðu.

Það var síðan í 63kg flokki kvenna að sigurganga Kínverja endaði þegar að Pawina Thongsuk frá Tælandi sigraði sinn flokk með 110kg í snörun og 142kg í jafnhöttun sem var heimsmet, samtals 252kg. Í öðru sæti varð svo hin kínverska Ouyang Xiaofang sem snaraði 115kg og jafnhattaði 132kg, samtals 247kg. Í þriðja sæti varð svo Faw Thaw Yae frá Myamar með 227kg í samanlögðu.

Í 77 kg flokki karla varð það Li Hongli frá kína sem vann með 165kg í snörun og 196kg í jafnhöttun, samtals 361kg. Í öðru sæti varð svo Kóreubúinn Lee Jeong Jae með 341 kg í samanlögðu og í þriðja sæti varð svo Harem Ali frá Írak einnig með 341kg í samanlögðu en var þyngri.

Í 69 kg flokki kvenna var það hin kínverska Liu Haixa sem fór með yfirburða sigur af hólmi þegar hún snaraði 115kg og jafnhattaði 150kg, samtals 265kg. Pan Yar Thet frá Myamar varð í öðru sæti með 235kg í samanlögðu og í þriðja sæti varð hin kóreska Kim Mi Kyung sem lyfti samtals 223kg.