sunnudagur, janúar 21, 2007

Copenhagen Weightlifting Cup 2007.

Í dag lauk hinu alþjóðlega Copenhagen Cup og þar kepptu fjórir Íslendingar. Mót þetta var stigamót og keppt eftir Sinclair stigatöflunni. Jón Pétur Jóelsson úr Ármanni snaraði 88kg, jafnhenti 115kg, samtals 203kg og varð í 16. sæti með 241 stig. Ásgeir Bjarnason úr F.H. snaraði 118kg en meiddist í jafnhöttun og þurfti að hætta keppni. Sigurður Einarsson úr Ármanni snaraði 103kg sem er nýtt Íslandsmet í 85kg flokki, jafnhenti 133kg, samtals 236kg sem er nýtt Íslandsmet í 85kg flokki og hlaut 287 stig og varð í 9. sæti. Gísli Kristjánsson úr Ármanni snaraði 135kg, jafnhenti 160kg, samtals 295kg og hlaut 314,7 stig og varð í 6 sæti. Sigurvegarinn á mótinu var Vladislav Komarevski frá Serbíu sem snaraði 140kg, jafnhattaði 183kg, samtals 323 kg. og hlaut 391 stig.

Hægt er að sjá úrslit kvenna hér:
Karla hér:
Unglinga hér:
Og Drengja hér:

Nýju Íslandsmetin hafa verið uppfærð.