föstudagur, júní 17, 2005

Ný nefnd kosin hjá IWF

Ný nefnd var kosinn á Málþingi Alþjóða lyftingasambandsins þann 8. júní.

Þetta er í samræmi við það sem Alþjóða Ólympíusambandið hefur farið fram á að Íþróttamenn taki þátt í ákvarðanatöku sem snertir Íþróttina. Alþjóða lyftingasambandið endurnýjaði og styrkti fyrri stjórn og í nefndina voru kosnir eftirfarandi:

Formaður: Pyrros Dimas (Grikkland)
Meðstjórnendur:
Stefan Botev (Bulgaría)
Maria Christoforidi(Grikkland)
Mária Takács (Ungverjaland)
Marc Huster (Þýskaland)
Marcus Stephen (Nauru)

Gaman verður að sjá hvað kemur út úr þessu og veit ég að Marc Huster er með góðar hugmyndir hvernig eigi að auka vinsældir íþróttarinnar og má ná í bækling hans hér.
Ármann Dan

fimmtudagur, júní 16, 2005

Baltic Cup 2005

Þann 16. Júlí verður haldið hið árlega Baltic Cup í Gdansk í Póllandi en þar keppa Pólland, Finland, Eistland, Þýskaland, Litháen og norrænt lið.

Í Norræna liðinu keppa:
Ruth Kasirye (63 kg) Noregur.
Madeleine Ahlner (63 kg) Svíþjóð.
Christian Kraft (85 kg) Svíþjóð.
Jostein Fröyd (94 kg) Noregur.
Gunnar Lögdahl (105 kg) Svíþjóð.
Per Hordnes (105 kg) Noregur.

Þjálfari: Boguslaw Debek, Noregur.
Fararstjóri: Benny Johansson, Svíþjóð.

mánudagur, júní 13, 2005



Nýjustu fréttir af Jim eru þær að hann er nýkominn úr hnéaðgerð á vinstra hnéi en hann meiddist í því á EM í vor.
Það þurfti að skrapa brjósk úr hnéinu á honum og því tekur við langur tími í sjúkraþjálfun og því keppir hann ekki meira í ár.