Heimsókn
Endilega kíkjið á myndasíðuna, komnar fullt af nýjum myndum af Íslandsmótinu og einnig fleiri myndir í möppuna "Gamlar kempur".
Jónsi.
Í 53 KG flokki kvenna keppti Sini Kukkonen frá Finnlandi og snaraði hún 67,5 kg og jafnhattaði 87,5 kg, samtals 155 kg og lenti í 10. sæti.
Í 58 KG flokki kvenna kepptu þær Ruth Kasyire frá Noregi og Heidi Harju frá Finnlandi. Ruth snaraði 80 kg og jafnhattaði 100 kg, samtals 180 kg og tryggði það henni 8. sæti en Heidi snaraði 82,5 kg og jafnhattaði 95,0 kg, samtals 177,5 kg og lenti hún í 10. sæti.
Í 105 flokki karla keppti Geir Groennevik frá Noregi og snaraði hann 147,5 kg og jafnhattaði 177,5 kg, samtals 325 kg og endaði hann í 10. sæti.
Í +105 kg flokki kepptu þeir Jim Gyllenhammar frá Svíþjóð og Finnin Antti Everi. Jim snaraði 170 kg og jafnhattaði 215 kg en mistókst tvisvar við 225 kg, hann náði því samtals 385 kg. Þess má geta að þetta er besti árangur Jim á Alþjóðlegu móti og var stutt frá hans besta þar sem hann á Svíþjóðarmetið í snörun 170,5 kg sem hann setti á Sænska meistaramótinu 13. febrúar síðastliðinn og hans besti árangur í jafnhöttun er 220 kg. Þessi árangur Jim tryggði honum 12. sætið.
Antti snaraði 162,5 kg og jafnhattaði 197,5 kg, samtals 360 kg og lenti hann í 14. sæti.



