þriðjudagur, mars 29, 2005

Opna Möltumótið

Lyftingasamband Möltu er þessa daganna að undirbúa Opna Möltumótið sem verður haldið 2 Apríl.Keppt verður í öllum flokkum kvenna, karla og barna. Yngsti keppandinn að þessu sinni er hin 10 ára gamla Kimberly Coleiro. Þessi keppni er mjög mikilvæg fyrir lyftingamenninga á Möltu sem og öðrum smáþjóðum því að þetta er seinasta tækifærið til að ná lágmörkum fyrir Smáþjóðaleikanna í lyftingum sem fara fram á Möltu í lok apríl mánaðar.

Ármann Dan

mánudagur, mars 28, 2005

Ramunas Vysniauskas var sigursæl í Raszyn, í Litháen.
Alþjóðlegt mót var haldið í Raszyn. Ramunas Vysniauskas frá Litháen vann karlaflokkinn með 456.20 stig, snaraði 190 kg, jafnhattaði 230 kg, samtals 420 kg en sjálfur var hann 104.6. Hörð barátta skapaðist um hin sætin og var mjótt á munum en endaði með því að Pólverjar tóku 2-4 sætið og var árangur þeirra þessi: Robert Dolega með 419.80 stig, snaraði 170 kg, jafnhattaði 217,5 kg, samtals 387,5 kg en sjálfur var hann 105.4 kg. Þriðji var Grzegorz Kleszcz með 416.40 stig, snaraði 185 kg, jafnhattaði 220 kg, samtals 405 kg en sjálfur var hann 127.7 kg. Fjórði var Pawel Najdek með 415.90 stig, snaraði 180 kg, jafnhattaði 230 kg, samtals 410 kg, en sjálfur var hann 138 kg.

Elvira Ginijatulina og Denis Zulins voru sterkust í Dobele.
Elvira Ginijatulina og Denis Zulins náðu besta árangrinum á Lettneska meistaramótinu sem fram fór nú í mars í Dobele. Ginijatulina náði 186.76 stigum, snaraði 55kg, jafnhattaði 70kg, samtals 125 kg en sjálf var hún aðeins 46.6 kg en Zulins náði 376.62 stigum, snaraði 142,5 kg, jafnhattaði 175 kg, samtals 317,5 kg en sjálfur var hann 85.0 kg.

Norska Unglingameistaramótið.
Hinn 19 ára gamli Edvin Jaeger-Hansen var maður mótsins þegar hann náði 291.57stigum, snaraði 97,5 kg, Jafnhattaði 120 kg, samtals 217,5 kg en sjálfur var hann 68.8 kg.

Lars Bojsen setti nýtt Danskt unglingamet í snörun.
Eftir að hafa náð öðru sæti á Danska meistaramótinu þá vann Lars Bojsen Danska unglingameistaramótið sem haldið var núna í mars mánuði í Naestgaard. Hinn 18 ára gamli lyftingamaður setti Danskt unglingamet í snörun í 94-kg flokki með því að snara 125.5 kg. Einnig jafnhattaði hann 140 kg, samtals 265 kg.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Ég lyfti aðeins fyrir Íran.

Þetta sagði Íranski lyftingamaðurinn Hossein Rezazadeh þegar hann var spurður út í það hvort orðrómurinn sem væri í gangi væri sannur að hann hygðist lyfta fyrir annað land.

Hossein Rezazadeh að snara heimsmetið 213-kg á Asíska meistaramótinu í Lyftingum 2003.

Hossein Rezazadeh er kóngurinn í heimi lyftinganna með þrjú heimsmet, 213 kg í snörun, 263.5 kg í jafnhöttun og 472.5 kg í samanlögðu. Rezazadeh sagði að með guðsvilja væru heimsmetin hans í hættu á Heimsmeistaramótinu seinna í ár.

Nú þegar hann er kominn úr mikilli hvíld sem fylgdi stórsigri hans á Ólympíuleikunum í Aþenu þar sem hann vann gull og bætti heimsmetið í samanlögðu. Hossein Rezazadeh sagði að hann og allt Íranska landsliðið væru núna í undirbúningi fyrir Heimsmeistaramótið. Aðspurður sagðist hann vera að snara núna 200 kg, jafnhatta 255 kg, og beygja 380 kg og væri sjálfur 158 kg.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Zhang Guozheng

*Hér* má sjá kínverska lyftingamanninn Zhang Guozheng taka 2 reps af 220 í beygjum. Hann vann einmitt gull á ólympíuleikunum í fyrra í 69 kg. flokki.

sunnudagur, mars 20, 2005

Nýjar græjur

Nú í vikunni fengum við góða sendingu. Við fengum tvo nýja hnébeygjurekka og eina Eleiko stöng og er það góð viðbót við þrjár Crown æfingastangir og fullt af bömperum sem við fengum fyrir þremur vikum síðan. Svo eigum við von á kvenna-/unglingastöng og 5 kg bömperum og magnesíum standi. Nú vantar bara nýja húsnæðið svo að við komum iðkendum og græjum fyrir.

Örlítil meiðsl hafa verið að hrjá suma hjá Ármanni, Jónsi er t.d. núna fyrst að geta tekið á því eftir þriggja mánaða axlar vandamál.

Heyrst hefur að Guðmundur Sigurðsson sé kominn með góðan hóp í Hafnarfirðinum og vonumst við eftir góðu samstarfi þar á milli. Hann er einmitt búinn að vera að leiðbeina Thalithya sem hefur verið að mæta hjá okkur einnig. Nú er hún stödd í Hollandi að keppa í Kraftlyftingum og óskum við henni góðs gengis.

laugardagur, mars 19, 2005

Æfingamál

Þorgeir hefur verið á fullu í að bæta sig á æfingum. Nýjustu tölur hjá honum er 95 í snörun og 120 í jafnhendingu. Steini Leifs hefur verið að taka hann í gegn í snöruninni og hefur það gengið vonum framar.

Bæst hefur við hópinn kvenmaður og stendur hún sig mjög vel, kattliðug og öflug. Hún hefur mikinn áhuga fyrir sportinu. Heyrst hefur að von sé á fleiri kvenmönnum og er það fagnaðarefni fyrir sportið.

Það hefur verið þónokkuð um að nýjir menn séu að koma og kíkja á okkur og nokkrir eru að haldast inni. Það eru allavega komin nokkuð mörg ný nöfn á bætingartöfluna.

Kári Elís lét okkur fá myndir af gömlu tímunum og erum við í óða önn að leita að skanna til að henda þessu á netið en það ætti ekki að vera löng bið á því.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Shane Hamman


Shane Hamman að jafnhenda 220-kg á úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna 2004.

Besti lyftingamaður Bandaríkjanna, Shane Hamman hefur verið að skiptast á að æfa heima
og í Ólympíska æfingasetrinu sem er staðsett í Colorado Springs en svo ætlar hann eingöngu að
æfa í æfingarsetrinu sex seinustu vikurnar fyrir Bandaríska Meistaramótið.
Chad Vaughn sem að fór með Hamman til Aþenu er að æfa með Hamman heima hjá sér.
Besti árangur Hamman í keppni er 197.5 kg í snörun og 237.5 kg í jafnhendingu en nú er hann búinn að
létta sig um rúm 10 kg og verður spennandi að sjá hvort að hann nái að bæta sig á Bandaríska Meistaramótinu.

miðvikudagur, mars 09, 2005

Kínversku Lyftingamenirnir slógu í gegn!


Shi Zhiyong kórónaði árangurinn sinn með heljarstökki afturábak.

Á laugardaginn slógu kínversku lyftingamennirnir tveir á Arnold fitness weekend í gegn þegar þeir sýndu áhorfendur snörun. Á sunnudeginum sýndu þeir svo jafnhöttun og vakti það mikla lukku þar sem þeir eru báðir "squat jerkers" en það er sjalgæft og sést yfirleitt ekki í Bandaríkjunum.

Shi Zhiyong afsannaði það sem oft er sagt um lyftingar að þú verður stirður af þeim og ekki Íþróttamannslegur en hann tók heljarstökk afturábak eftir eina lyftuna. Einnig afsannaði hann að litlir menn geti aðeins lyft litlum þyngdum. Hinn 62 kg lyftingamaður "jerkaði" 205 kg af statífum.

mánudagur, mars 07, 2005

Myndbönd

Ég setti inn myndbönd af David Rigert hér til hliðar og hvet ykkur til að kíkja á þau. Best er að opna seinna myndbandið í Windows media player.
Ef þið lumið á einhverjum skemmtilegum myndböndum eða vitið um skemmtilegar síður, þá megið þið endilega senda mér þau eða láta mig vita að síðunum með e-mail.

armannd@gmail.com

Ármann

laugardagur, mars 05, 2005

Hossein Rezazadeh Lyftingamaður ársins.

Nú er það loksins orðið staðfest að Íraninn mikli, Hossein Rezazadeh, sé "Lyftingamaður ársins 2004". Þetta var gert opinbert á 100 ára afmælishátíð Alþjóða Lyftingasambandsins á fimmtudaginn í Istanbul í Tyrklandi.

Hinn +105 kg Heims- og Ólympíumeistari var einnig á topp 12 listanum yfir bestu lyftingamenn á þessum 100 árum með ekki ómerkari mönnum en Pyros Dimas frá Grikklandi, Naim Suleymanoglu og Halil Mutlu frá Tyrklandi og Rússanum Vasily Alexiev.

Hossein Rezazadeh stóð sig frábærlega á Ólympíuleikunum í sumar þar sem hann lyfti 210 kg í snörun og setti heimsmet í jafnhendingu í sinni lokatilraun með 263.5 kg sem var bæting frá hans gamla meti um 0,5 kg.
Hann vann sinn flokk með miklum yfirburðum þar sem hann var með samanlagðan árangur upp á 472,5 kg en Lettinn Viktors Scerbatihs sem vann silfur var með 455 kg og Búlgarinn Velichko Cholakov sem hlaut brons var með 447,5 kg.
Með þessum árangri vann hann sitt annað Ólympíugull og segist hann ætla að bæta því þriðja við á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.

Þess má geta að Rezazadeh hefur einnig orðið Heimsmeistari tvisvar sinnum og á Heimsmetið í snörun 213 kg, jafnhöttun 263,5 og samanlögðu 472,5.

Ármann Dan

föstudagur, mars 04, 2005

Arnold helgin byrjar í dag

Í dag hefst Arnold fitness weekend og er mikið fjölmiðlafár í kringum hana. Zhang Guozheng tók létta æfingu fyrir mótið og fylgdust fréttamenn spenntir með. Hann fór í djúpar beygjur og voru það 210 kg sem fuku upp og vakti það mikla athygli, ekki fylgdi með fréttini hversu mikið hann tók í snörun eða jafnhöttun.
Einn Íslenskur fréttamaður fór út að minni vitund og vonandi kemur hann með eitthvað myndefni frá lyftingamótinu.


Ármann Dan

miðvikudagur, mars 02, 2005

Arnold Fitness Weekend

Nú um helgina verður Arnold Fitness Weekend og voru þær fréttir að berast að gullverðlaunahafarnir frá Ólympíuleikunum í fyrra, Shi Zhiyong og Zhang Guozheng munu taka þátt.

Zhang Guozheng frá Kína er 31 árs gamall og vann gull í 69 kg flokki á leikunum í fyrra og snaraði þar 160,0-kg og jafnhattaði 187,5-kg.
Shi Zhiyong frá Kína sem er aðeins 25 ára gamall, vann gull í 62 kg flokki á leikunum þar sem hann snaraði 152,5-kg og jafnhattaði 172.5-kg.

Ármann Dan

þriðjudagur, mars 01, 2005

33. EUROPEAN UNION CHAMPIONSHIPS Caen, Frakklandi 25.02.2005

Frakkar "Dómineruðu"EU Championships sem haldnir voru um síðustu helgi. Frakkar unnu fimm flokka af fjórtán (Kvenna og karlaflokkar), Grikkir unnu þrjá, Þýskaland tvo sem og Spánn og Póland. Besti kvennlyftarinn var Tatiana Fernandez frá Spáni sem náði 233.48 Sinclair stigum. Var hún 70.11 kg þung og snaraði 97.5 kg og jafnhattaði 112.5kg, samtals 210.0 kg. Sebastian Pawlikowski frá Pólandi var besti karlyftarinn og náði hann 404.44 Sinclair Stigum. Var hann 84.53 kg þungur og snaraði 155.0 kg og jafnhattaði 185.0 kg, samtals 340.0 kg.

Ármann Dan