fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Febrúarmót í Lyftingum

Þann 17. Febrúar fór fram í Ármannsheimilinu, "Febrúarmót í Lyftingum" og voru þrír keppendur sem kepptu að þessu sinni.

Mót þetta var stigamót og voru úrslitin eftirfarandi:

Guðmundur Sigurðsson keppti í 105 kg fl. (98.5 kg) og snaraði hann 92kg í fyrstu tilraun, 97 kg í annari en mistókst við 100 kg í þriðju tilraun.
Guðmundur jafnhattaði 122 kg í fyrstu tilraun, 128kg í annari og 133 kg í þriðju.
Samanlagt: 230 kg og hlaut fyrir það 255.44 stig.

Hrannar Guðmundsson (sonur Guðmundar Sig.) keppti í 69 kg fl. (68 kg) og snaraði hann 70kg í fyrstu tilraun, 75 kg í annari og 80 kg í þriðju tilraun.
Hrannar jafnhattaði 100 kg í fyrstu tilraun, mistókst við 105kg í annari en náði að lyfta þeirri þyngd í þriðju tilraun.
Samanlagt: 185 kg og hlaut fyrir það 249.93 stig.

Snorri Agnarsson keppti í 105 kg fl. (102.0 kg).
Snorri snaraði 80 kg í fyrstu tilraun, 85 kg í annari og 90 kg í þriðju.
Í jafnhöttun lyfti Snorri 110kg í fyrstu tilraun, 115kg í annari og 120kg í þriðju.
Samanlagt: 210 kg og hlaut 230.16 stig fyrir það.

Þetta var stigamót svo keppnisröð fór ekki eftir flokkum. Einungis tvær lyftur mistókust í allri keppninni, í annarri tilraun hjá Hrannari í jafnhendingu með 105 kg (hann lyfti því svo í þriðju tilraun) og í þriðju tilraun í snörun hjá Guðmundi þegar honum mistókst að lyfta 100 kg.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Febrúarmót Lyftingadeildar Ármanns

Febrúarmót Lyftingadeildar Ármanns
verður haldið sunnudaginn 17. febrúar

Vigtun verður kl. 11:00-12:00

Keppni hefst kl. 13:00 og verður þetta stigakeppni

Skráning á mótið er hjá Þorgeiri í síma 662-8399 eða með netpósti á netfangið thorgeir_r@hotmail.com