mánudagur, nóvember 26, 2007

Minningargrein


Gústaf Agnarsson.

Á dögunum lést einn ástsælasti lyftingamaður þjóðarinnar, Gústaf Agnarsson.

Gústaf átti að baki farsælan feril í ólympískum lyftingum og var hann margfaldur Íslandsmeistari bæði í unglinga- sem og fullorðinsflokki. Gústaf náði einnig góðum árangri í keppnisgrein sinni fyrir utan landssteinana og varð hann meðal annars Norðurlandameistari. Á HM 1979 náði hann þeim frábæra árangri að lenda í 10. sæti.

Gústaf var iðinn við að setja met og átti hann fjölmörg Íslandsmet í fullorðins- og unglingaflokki og jafnframt náði hann einnig þeim árangri að setja Norðurlandamet í báðum aldursflokkum.

Öllum aðstandendum Gústafs votta ég mína dýpstu samúð.

Ármann Dan Árnason
Fyrrverandi Formaður Lyftingasambands Íslands.

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Ný stjórn LSÍ

Fimmtudaginn 15. nóvember var haldið Ársþing LSÍ og var þá kjörin ný stjórn.

Ármann Dan Árnason gaf ekki kost á sér í nýju stjórnina og í hans stað var Þorgeir Ragnarsson kosinn Formaður, Jón Pétur Jóelsson var endurkjörinn sem gjaldkeri og Snorri Agnarsson var kjörinn ritari.