laugardagur, apríl 19, 2008

Íslandsmótið í Ólympískum lyftingum fór fram í Garðabæ í dag.

Sjö keppendur voru mættir til leiks og keppt í fimm þyngdarflokkum
Í 69 kg flokki keppti Hrannar Guðmundsson og snaraði hann 77 kg í fyrstu tilraun og reyndi síðan við nýtt íslandsmet eða 83 kg en náði því miður ekki að klára lyftuna í annarri né þriðju tilraun.
Í janfhöttun lyfti Hrannar 103 kg í fyrstu tilraun og bætti síðan sitt eigið Íslandsmet þegar hann lyfti 106 kg í annarri tilraun. Hrannar reyndi síðan að bæta metið en meira og ná þá einnig að setja nýtt íslandsmet í samanlögðu er hann reyndi við 110 kg en því miður náði hann því ekki upp. Hrannar lyfti því samtals 183 kg.

Í 85 kg flokki keppti Sigurður Einarsson og snaraði hann 100 kg í fyrstu tilraun, 104 í annari tilraun en mistókst þegar hann reyndi að bæta sitt eigið íslandsmet með því að lyfta 108 kg.
Í jafnhöttun lyfti Sigurður 130 kg í fyrstu tilraun, 135 í annarri tilraun en mistókst þegar hann reyndi að bæta sitt eigið íslandsmet með því að lyfta 141 kg. Sigurður lyfti samtals 239 kg.

Í 94 kg flokki voru tveir keppendur og var það Agnar Snorrason sem sigraði þann flokk er hann snaraði 85 kg í fyrstu tilraun og setti síðan nýtt íslandsmet unglinga þegar hann snaraði 90 kg í annarri tilraun en mistókst við 95 kg í sinni þriðju tilraun.
Í jafnhöttun lyfti Agnar 112 kg í fyrstu tilraun en setti íslandsmet unglinga í annarri tilraun þegar hann jafnhattaði 117 kg en mistókst við þriðju tilraun þegar hann reyndi að lyfta 122 kg. Agnar lyfti því samtals 207 kg sem er einnig íslandsmet unglinga. Stórglæsilegur árangur hjá þessum unga lyftingamanni sem keppir í -20 ára flokki.

Í öðru sæti varð Jón Pétur Jóelsson. Jón byrjaði á 85 kg í snörun en mistókst og reyndi því við hana aftur í sinni annarri tilraun og fór hún þá upp. Jón reyndi við 90 kg í sinni þriðju tilraun en sú tilraun mistókst.
Í jafnhöttun lyfti Jón 115 kg í sinni fyrstu tilraun en mistókst við 120 kg í annarri tilraun og einnig við 122 kg sem hann reyndi við í sinni seinustu tilraun til að reyna að ná íslandsmeistara titlinum af Agnari.

Í 105 kg flokki voru tveir keppendur og var það Guðmundur Sigurðsson sem vann flokkin þegar hann snaraði 97 kg í sinni annarri tilraun en honum hafði mistekist við þá þyngd í fyrstu tilraun. Guðmundur reyndi við 103 kg í sinni seinustu tilraun en upp fór það ekki.
Í jafnhöttun byrjaði Guðmundur á 130 kg en mistókst við 135 í annarri og þriðju tilraun. Þess má til gamans geta að Guðmundur er faðir Hrannars sem vann 69 kg flokkinn og einnig að Guðmundur verður 62 ára nú í sumar.

Snorri Agnarsson varð í öðru sæti og snaraði hann 80 kg í sinni fyrstu tilraun en mistókst við 85 kg í sinni annarri og þriðju tilraun.
Snorri jafnhattaði 110 kg í sinni fyrstu tilraun, 115 í annari tilraun en mistókst við 120 kg í þriðju tilraun. Þess má til gamans geta að Snorri er faðir Agnars sem vann 94 kg flokkin og einnig að Snorri verður 53 ára í ár.

Í +105 kg flokki var það Gísli Kristjánsson sem sigraði en honum mistókst við 140 kg í sinni fyrstu lyftu en þyngdi upp í 145 í annarri tilraun og upp fór það. Gísli reyndi síðan við 150 í þriðju tilraun en mistókst.
Í jafnhöttun reyndi Gísli við 167 kg í fyrstu tilraun en mistókst. Hann reyndi við þyngdina í annarri tilraun og þá fór hún upp en Gísla mistókst síðan er hann reyndi við 170 kg í þriðju og seinustu tilraun.
Í stigakeppninni var það Gísli Kristjánsson sem sigraði með 328,25.
Í öðru sæti var það Sigurður Einarsson með 284,35 stig
Í þriðja sæti var það Guðmundur Sigurðsson með 253,24 stig.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Íslandsmót í lyftingum

Íslandsmótið í lyftingum verður haldið þann 19. apríl í Ásgarði í Garðabæ. Vigtun er milli 11 og 12. Keppni hefst á slaginu 13. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Skráning er hjá Jón Pétri í síma 862-1468

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Febrúarmót í Lyftingum

Þann 17. Febrúar fór fram í Ármannsheimilinu, "Febrúarmót í Lyftingum" og voru þrír keppendur sem kepptu að þessu sinni.

Mót þetta var stigamót og voru úrslitin eftirfarandi:

Guðmundur Sigurðsson keppti í 105 kg fl. (98.5 kg) og snaraði hann 92kg í fyrstu tilraun, 97 kg í annari en mistókst við 100 kg í þriðju tilraun.
Guðmundur jafnhattaði 122 kg í fyrstu tilraun, 128kg í annari og 133 kg í þriðju.
Samanlagt: 230 kg og hlaut fyrir það 255.44 stig.

Hrannar Guðmundsson (sonur Guðmundar Sig.) keppti í 69 kg fl. (68 kg) og snaraði hann 70kg í fyrstu tilraun, 75 kg í annari og 80 kg í þriðju tilraun.
Hrannar jafnhattaði 100 kg í fyrstu tilraun, mistókst við 105kg í annari en náði að lyfta þeirri þyngd í þriðju tilraun.
Samanlagt: 185 kg og hlaut fyrir það 249.93 stig.

Snorri Agnarsson keppti í 105 kg fl. (102.0 kg).
Snorri snaraði 80 kg í fyrstu tilraun, 85 kg í annari og 90 kg í þriðju.
Í jafnhöttun lyfti Snorri 110kg í fyrstu tilraun, 115kg í annari og 120kg í þriðju.
Samanlagt: 210 kg og hlaut 230.16 stig fyrir það.

Þetta var stigamót svo keppnisröð fór ekki eftir flokkum. Einungis tvær lyftur mistókust í allri keppninni, í annarri tilraun hjá Hrannari í jafnhendingu með 105 kg (hann lyfti því svo í þriðju tilraun) og í þriðju tilraun í snörun hjá Guðmundi þegar honum mistókst að lyfta 100 kg.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Febrúarmót Lyftingadeildar Ármanns

Febrúarmót Lyftingadeildar Ármanns
verður haldið sunnudaginn 17. febrúar

Vigtun verður kl. 11:00-12:00

Keppni hefst kl. 13:00 og verður þetta stigakeppni

Skráning á mótið er hjá Þorgeiri í síma 662-8399 eða með netpósti á netfangið thorgeir_r@hotmail.com

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Copenhagen Weightlifting Cup

Nú um helgina fór fram hið árlega Copenhagen Weightlifting Cup og var einn keppandi frá Íslandi.

Gísli Kristjánsson úr Ármanni keppti í +105 kg flokki og snaraði hann 145 kg. jafnhattaði 167 kg, samtals 312 kg sem færðu honum 5. sætið í stigakeppninni.

Birgir Eiríksson keppti einnig á þessu móti en hann keppti fyrir hönd Danmerkur og keppti hann í 94kg flokki.
Birgir snaraði 100kg, jafnhattaði 120kg, samtals 220 kg sem færðu honum 12. sætið í stigakeppninni.

Nánari úrslit er hægt að sjá hér:

laugardagur, desember 29, 2007

Opna Ármannsmótið í Lyftingum

Í dag var haldið opna Ármannsmótið í lyftingum og voru sex keppendur mættir til leiks.

Í 85kg drengjaflokki (17 ára) keppti Agnar Óli Snorrason og gerði hann sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í snörun, jafnhöttun og í samanlögðu í sínum þyngdarflokki bæði í drengja- og unglingaflokki, þegar hann snaraði 86 kg, jafnhattaði 110 kg, samanlagt 196 kg og gerðu það 235,927 sinclair stig. Hreint stórkostlegur árangur hjá þessum unga lyftingamanni.

Í 69 kg flokki keppti Hrannar Guðmundsson og snaraði hann 75 kg, jafnhattaði 104 kg, samanlagt 104 kg sem færðu honum 244,236 stig og jafnframt 3ja sætið í stigakeppninni.

Í 77 kg flokki keppti Kristófer A. Agnarsson úr Ármanni og snaraði hann 60 kg, jafnhattaði 90 kg, samanlagt 150 kg og gerðu það 192,861 sinclair stig.

Í 94 kg flokki kepptu þeir Víkingur Eyjólfsson og Jón Pétur Jóelsson og var það Víkingur sem bar sigur úr bítum.
Víkingur Snaraði 90 kg, jafnhattaði 120 kg, samanlagt 210 kg sem færðu honum 248,376 stig og jafnframt 2. sætið í stigakeppninni.
Jón Pétur snaraði 84 kg jafnhattaði 105 kg, samanlagt 189 kg sem gáfu honum 219,839 stig..

Í +105 kg flokki keppti Gísli Kristjánsson og snaraði hann 137 kg, jafnhattaði 165 kg, samtals 302 kg og færði það honum 320.009 stig og einnig 1. sætið í stigakeppninni.

Glæsilegt mót í alla staði og þakkar lyftingadeild Ármanns keppendum sem og áhorfendum fyrir gott mót.

miðvikudagur, desember 19, 2007

Opna Ármannsmótið

Þann 29. desember verður haldið Opna Ármannsmótið í æfingaraðstöðu Lyftingadeildar Ármanns í Þróttaraheimilinu í Laugardalnum.

Allir eru velkomnir, þáttakendur sem og áhorfendur og hefst mótið kl. 13:00 en viktun er á milli 11 og 12.

Keppendur þurfa að skrá sig fyrir 22. desember og er það gert með því að hringja í Jón í síma 8621468 eða að koma niður í æfingaraðstöðuna í Þróttaraheimilinu og skrá sig þar.

Gleðileg Jól
Lyftingadeild Ármanns