sunnudagur, janúar 22, 2006

Copenhagen Cup.

Fjórir keppendur frá Íslandi kepptu á Alþjóðlegu móti í Ólympískum lyftingum sem fram fór í Kaupmannahöfn nú um helgina.

Sigurður Einarsson úr F.H. setti þrjú Íslandsmet í 77 kg flokki þegar hann snaraði 93 kg, jafnhenti 121 kg, samanlagt 214 kg, allt Íslandsmet. Sannarlega stórkostlegur árangur hjá þessum unga lyftingamanni.

Guðmundur Sigurðsson úr F.H. féll úr í snörun en jafnhenti 145 kg sem er 10 kg yfir gildandi heimsmeti í 105 kg flokki öldunga 60-65 ára. Sannarlega stórkostlegur árangur hjá þessum reynda lyftingamanni.

Gísli Kristjánsson úr Ármanni féll úr í snörun og hætti keppni.

Einar Marteinsson úr F.H. snaraði 91 kg og féll úr í jafnhöttun í 105 kg flokki.

Úrslit mótsins koma eftir helgi.

Ármann Dan.