þriðjudagur, desember 06, 2005

Geir Grønnevik.

Keppnin Norgescup var haldin 3. des og var keppt í fullorðinsflokki kvenna og karla sem og unglinga- og drengjaflokki.
Nokkur Noregsmet voru sett, fyrst af hinni 17 ára gömlu Camilla Carlsen í 53 kg flokki en hún snaraði 56 kg.
Svo var það Ruth Kasirye sem setti snörunarmet 87 kg í 63 kg flokki. Í drengjaflokki var það hinn 15 ára gamli Alex Aronsen sem setti met í jafnhöttun í 56 kg flokki eða 91 kg. Í 85 kg flokki unglinga var það Jarleif Amdal sem setti met í jafnhöttun eða 148 kg en hann er aðeins 17 ára gamall. Jafnaldri hans Vegar Farsund keppti í 94 kg flokki og setti met í snörun 111 kg, 142 í jafnhöttun og 253 kg í samanlögðu. En maður mótsins var Geir Grønnevik sem keppti í 105 kg flokki og setti met í snörun, jafnhöttun og samanlögðu með 156 kg, 191 kg og 347 kg í samanlögðu. Úrslit mótsins er hægt að nálgast hér.

Ármann Dan